Ribbit ribbit
Það var froskakrufning í dag, við vorum að fræðast um hreyfingu vöðva. Þar sem efnaskiptin í froskum eru mjög hæg, um 10x hægari en í okkur þá haldast vöðvarnir og taugarnar virkt í nokkurn tíma eftir að búið er að drepa froskinn, tala nú ekki um þegar búið er að geyma dýrin inn í ískáp fyrir tímann.
Svo við unnum 2 saman og hvert par fékk einn frosk. Ég og Kjersti vorum að vinna saman og völdum okkur ágætis eintak. Búið var að afhausa froskana, en þeir sátu samt í sinni froskastellingu á brettinu og ef maður togaði lappirnar frá búknum þá fóru þær bara aftur á sinn stað þegar maður slepti, og ég er ekki að tala um að löppin hafi kippst aftur neinei bara rólega færðist löppin aftur upp eins og froskurinn væri bara enn á lífi, spúkí... Fyrsta verkefni var að stynga nál niðrí mænuna og rjúfa öll taugatengsl, ég fékk það hlutverk. Svo ég tók froskagreyið upp og stakk nálinni niðrí mænuna og svo átti ég að snúa nálinni og krukka, allir útlimir fóru af stað og froskurinn sprikklaði í hendinni á mér og ég og Kjersti auðvitað æptum upp, og svo heyrðust álíka óp um alla stofuna... Ég vil taka það fram að þar sem heilinn er farinn þá skynjar froskurinn engan sársauka.
Næsta verkefni var að fjarlægja einn lærvöðvan og passa upp á taugina sem stjórnar honum, þetta var eins og að framkvæma heilaskurðaðgerð, mikil nákvæmisvinna. Svo var vöðvinn hengdur upp og lóð hengd í vöðvann og elektróða tengd við taugina. Þetta allt saman var svo tengt við mæli og svo hleyptum við mis miklum straumi á í mislangan tíma, þyngdum lóðin og svona. Og þessi litli vöðvi gat bara lyft ansi þungu lóði eða allt að 100 g. Froskurinn sjálfur var auðvitað bara brot af þeirri þyngd. Næst áttum við að flá froskinn og reka elektróðu í hina ýmsu vöðva og sjá hvað gerðist, mjög gaman :) Potuðum í froskinn hér og þar og þá kiptust lappirnar hingað og þangað hehe
Á morgun er svo fyrsta hundakrufning, en þær eru 19 held ég allt í allt og hver hópur er alltaf með sama hundinn... verður ekki mikið eftir af greyinu í lokin...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli