mánudagur, maí 12, 2003

úfff hvað ég svaf illa í nótt, fyrst var ég alveg rosalega lengi að sofna þótt ég væri dauðþreitt svo var ég alltaf að rumska því mig klæjaði svo á hægri ylinni, hvað er málið með það? manni á bara ekkert að klæja á yljunum. Svo loksins þegar ég sofna þá fer að berast til mín í draumaheiminn undarleg hljóð "kvak kvak" sem urðu háværarari eftir því sem ég vaknaði betur og opnaði ég loks augun við reiðlegt "brabrabra" Ég rís aðeins upp í rúminu og lyfti upp gardínunni og kíki út og þá rétt fyrir framan nefið á mér eru þrjár endur, tveir steggir og ein önd. Annar steggurinn og öndin er já í innilegum atlotum... á meðan hinn steggurinn er að bíta í vængina og reyna toga stegginn af öndinni. Enginn var sáttur við þetta fyrirkomulag sem útskýrði hið reiðilega og háværa kvak. Afhverju þau völdu að vera fyrir utan gluggan hjá mér veit ég ekki. Öndin hleypur svo hálf móðguð í burtu og steggirnir tveir á eftir, annar steggurinn snýr svo við og ræðst að hinum steggnum sem ákveður að öndin sé ekki fyrirhafnarinnar virði og labbar í burt á meðan kærustuparið labbar hlið við hlið í hina áttina. Steggurinn horfir aðeins á eftir þeim þar sem þau hverfa fyrir horn á hjólageymslunni, hann lítur svo til mín þar sem ég stari út um gluggan með hausinn undan gardínunni, við förum í smá störukeppni, ég pirruð yfir því að hafa verið vakin klukkan hálf fimm um morguninn, hann fúll yfir því að hafa tapað gellunni. Á endanum hrissti hann sig aðeins og flaug í átt að ánni.

Ég gat ómögulega sofnað aftur eftir þetta, dottaði samt aðeins en vaknaði aftur hálf sjö og var ný sofnuð þegar vekjaraklukkan hringdi. Ég skreiddist í sturtu og til að reyna vakna aðeins, hálf sofnaði í sturtunni, kom svo fram og kíkti á stundaskránna, sá að hundakrufningin átti að vera á miðvikudaginn en ekki í dag og því bara einn tími fyrir hádegi um hreyfingu vöðva, þar sem ég las það vel í frumulíffræði og vefjafræði þá ákvað ég að skrópa í þann tíma og skreiddist aftur upp í rúm. Sofnaði en dreymdi alveg ferlega illa. Svo ég er afskaplega illa fyrir kölluð í dag og þreitt. Er samt búin að vera lesa um heila og mænu himnur og framleiðslu mænuvökva og glósa þorskun taugakerfisins.

Engin ummæli: