núna er ég að læra um kirtla og hormóna, anatómíuhlutann kennir lukkutröllið Griffiths sem er held ég amerískur...en hann kennir allt á norsku og þegar maður hefur vanist hreimnum er mjög fínt að skilja hann og mér finnst hann reyndar með betri kennurum sem ég hef haft hérna, skipulagður og kemur efninu mjög vel frá sér, eitthvað annað en hann Bjerkaas sem veit varla hvað hann á að vera kenna þann daginn ekkert smá pirrandi. Lífeðlisfræði-hlutann um hormón kennir eitthvað gamalmenni og eftir að hafa setið í tveim fyrirlestrum hjá honum þá sé ég að tíma mínum er betur varið í eitthvað annað, þannig að á morgun þá ætla ég bara að lesa í staðin fyrir að mæta í tíma. Veitir ekki af því ég hef verið að slugsast svolítið... ekki það að mér finnst þetta mjög áhugavert það sem við erum að læra núna og þetta er náttúrulega algjör grunnur að vita hvar líffærin eru og hvernig þau starfa. 
En Griffiths já... hann lítur út alveg eins og lukkutröll, þetta er miðaldra maður með dökkt hárstrí sem stendur út í allar áttir og er farið að þynnast svolítið í hvirflinum, með mjög grófa andlitsdrætti, stórt nef og eyru, bara alveg eins og lukkutröll. En þrátt fyrir að vera frekar ófríður þá hefur hann einhvern sjarma og er mjög indæll.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli