mánudagur, maí 05, 2003

maðurinn sem sá um að skrá okkur og láta okkur fá kjörseðlana, kjörstjórinn, var alveg lífsins ómögulegt að kalla mig Herdísi, hann þrjóskaðist við að kalla mig Hjördísi. Fyrst þá tók hann skilríkin mín og las á þau og byrjaði svo að skrifa og sagði upphátt "já Hjördís.." og ég leiðrétti hann "Herdís" og hann: "já fyrirgefðu..Herdís" Svo þurftum við að fylla út miða og láta hann fá og hann "já þetta ert þú Hjördís" og ég leiðrétti "Herdís" "já einmitt fyrirgefðu Herdís" Svo þurfti hann aftur að skrifa niður eitthvað "Hjördís" sagði hann upphátt og ég leiðrétti "HERDÍS"

Ok mér finnst almennt ekkert gaman þegar ég er kölluð Hjördís en get svo sem alveg fyrirgefið það ef fólki misheyrist en þegar það er með nafnið mitt skrifað fyrir framan sig og ég þarf að leiðrétta það þrisvar sinnum þá verð ég bara pirruð.

Man samt ekki eftir öðrum eins nafnaruglingi síðan ég var að byrja á lóðinni hjá vegagerðinni og Bárður lyftarastrákur kallaði mig til skiptis Hjördísi og Herdísi, veit ekki hvort hann hafi kallað Hjördísi Herdísi líka...

Engin ummæli: