þriðjudagur, maí 06, 2003
ég bakaði gulrótarköku í gær mmmmmmmmnamminamm.... heppnaðist mjög vel, eitthvað annað en döðlubrauðið sem ég gerði tilraun til að baka um helgina, það heppnaðist ekki vel... eldhúsrúllan datt nefnilega ofan í skálina þegar ég var að hræra deigið og mín fyrstu viðbrögð voru auðvitað að setja hrærivélina á fullt áður en ég slökti á henni svo pappírinn vafðist vel og vandlega utan um þeitarana. Þar sem ég var náttúrulega búin að hafa svolítið fyrir þessu þá vildi ég ekki fara henda deiginu og svo sýndist mér líka að mestur pappírinn væri vafinn utan um þeitarana svo ég prikaði hann bara upp úr og ákvað að baka þetta og sjá hvernig myndi rætast úr. Döðlubrauðið varð svo sem alveg ágætt samt heldur til klesst en ég veit ekki hvort það hafi verið umframpappír að kenna eða hvort ég hafi bara ekki bakað það nógu lengi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli