sunnudagur, maí 25, 2003

Matrix, júróvísion og djamm ( í þessari röð )

Það var farin hópferð á Matrix í gær, hún var fín, flott en innihaldslítil ef ég á að segja eins og er... Svo var júróvisionpartí á Guðrúnarstofu á eftir og þurftum við að flýta okkur uppeftir strax eftir myndina því Ísland var fyrst og ef maður missir af íslandi þá er lítill tilgangur með að horfa á keppnina. Auðvitað urðum við nú að fá okkur eitthvað að borða og þar sem tíminn var naumur og lítið um úrval þá neyddist ég til að gera nokkuð sem stríðir gegn allri minni hugsjón en það er að versla við McDonalds... ég veit ég er hræðileg! (fyrirgefðu Hjördís mín...) en það var annað hvort að svelta allt kvöldið eða trampa á siðferðiskennd minni, ég kaus síðari kostinn, það þarf ekki meira til en núna er ég með samviskubit og heiti því núna að ég ætla aldrei aldrei! að borða aftur Mc. þótt það sé ekkert annað í boði.

Svo var það júróvision, lögin voru hvert öðru hræðilegra og var mér svona nokk sama hvað myndi vinna, við Íslendingar höfum auðvitað ekki efni á að vinna þessa keppni svo maður vonaði bara að við myndum lenda í 2.sæti. Auðvitað voru allir skikkaðir til að kjósa Ísland þegar kom að kosningunni. Reyndar var sá eini sem var spenntur yfir stigagjöfinni og í raun fylgdist almennilega með henni eini norðmaðurinn sem var á svæðinu en Bjart var ekki sáttur við gengi noregs.

Og já svo var það djammið eftir á. Af og til gleymir maður afhverju maður nennir ekki að djamma edrú og fer í bæinn alsgáður, þetta gerði ég í gær og já það var áhugavert... skrifa um það seinna þarf að fara sofa núna :)

Engin ummæli: