fúff ég er bara sveitt, var að þrífa smá hérna hjá mér... eða smá, skúraði og skrúbbaði svo baðið hátt og lágt, maður verður víst að gera það af og til... En þar sem þetta eru nú ekki stórir fletir þá telst þetta varla vera stórhreingerning.
Allt í einu á ég orðið of mikið af fötum, samt ekki of mikið af notanlegum fötum (maður á aldrei of mikið af þeim...), heldur of mikið af fötum sem eru bara orðin slitin og ljót og ég vil helst ekkert ganga í. Helsta ástæðan fyrir þessu er að þegar ég kom hingað út þá samanstóð fataeign mín aðalega af fötum sem voru á síðasta snúning í notanleika ástæðan fyrir því er að ég á alveg í mestum vandræðum með að finna á mig föt á Íslandi þar sem ég er hávaxin en ekki fyrirsætuvaxin (Erna þú skilur mig ;). Þökk sé H&M hér í norge þá ég hef smátt og smátt verið að vinna í því að endurnýja fataskápinn og núna er voðalega lítið pláss í þessum litla skáp sem fylgdi með íbúðinni. Ég verð að fara í IKEA þá ágætu verslun og kaupa mér svona plastbox til að hafa undir rúmi og skella fötunum þangað. Auðvitað get ég ekki hent þessu því maður þarf alltaf að eiga einhverja fatagarma í vinnuföt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli