sunnudagur, maí 25, 2003
Kurt minn vann Idol, ég var ferlega ánægð, fékk 53% atkvæða en Gaute varð að láta sér nægja hin 47% Fyndið hvað fólk fríkkar alltaf þegar búið er að taka það í gegn Gaute sveitastrákur er núna orðinn algjört hönk sem allar 12 ára stelpur eru skotnar í og já Kurt... hann hefur nú sinn sjarma, flottur á sviði og syngur alveg rosalega vel enda hafa dómararnir ekki haldið vatni yfir honum alla keppnina og einn þeirra sagði núna í lokakeppninni að hin fullkomna poppstjarna myndi syngja eins og Kurt en líta út eins og Gaute...hehehe náði alveg að móðga þá báða í einu. En það voru yfir 900 þús. sem kusu sem mér finnst alveg rosalegt, það eru nú í kringum 5 milljónir sem búa hér í Norge og tæplega 1/5 kaus! en ekki ég...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli