sunnudagur, maí 04, 2003
Í kvöld fór ég að hitta Marte á kaffihúsi niðrí bæ, þar sem ég labba út úr strætó og inn götuna þar sem kaffihúsið er sé ég hvar hvítklæddur maður kemur hlaupandi út úr bíói sem er í götunni og rétt á eftir honum maður með kylfu og þar á eftir hópur af mönnum. Þeir hlaupa út götuna en svo sé ég hvar hvítklæddi maðurinn kemur hlaupandi til baka og kylfumaðurinn sem er alblóðugur í andliti á eftir. Svo hefjast slagsmál þar sem hvítklæddi maðurinn er að reyna komast undan hinum manninum sem lætur höggin dynja með kylfunni og aðrir menn að reyna aðskilja þá. Eftir smá stund koma svo tveir lögreglumenn á hestum á stökkinu og neistaflugið undan skeifunum ég færi mig upp að húsinu til að vera ekki fyrir en rétt fyrir framan mig rennur annar hesturinn til og dettur og lögreglumaðurinn er næstum því lentur undir og munaði engu að hesturinn stigi á manninn þegar hann var að reisa sig upp aftur, mannfjöldinn sem hafði safnast saman tók andköf. Maðurinn náði svo að koma sér frá hestinum og fara á fætur og hljóp að slagsmálunum en félagi hans hélt hestunum. Maðurinn með kylfuna var alveg brjálaður og hvítklæddi maðurinn lá í götunni og lögreglumaðurinn á milli að reyna hlífa honum á meðan hinn lamdi með kylfunni og sparkaði. Rétt á eftir kom lögreglubíll og ég ákvað þá að koma mér bara inn á kaffihúsið. Bara aksjón!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli