laugardagur, maí 03, 2003
Í gærkvöld þar sem ég var í rólegheitum að horfa á sjónvarpið (Happy Gilmore) þá er bankað á gluggann hjá mér, þar sem klukkan var orðin margt var það fyrsta sem mér datt í hug að þetta væru einhverjar fyllibyttur á leiðinni í partí. Ég dreg frá gardínurnar og sé strák standa fyrir utan gluggann, hann segir eitthvað sem ég heyri ekki svo ég opna smá rifu og hreyti í hann "what!!" strákurinn kemur nær glugganum og segir lágum rómi í gegnum rifuna "fyrirgefðu en ég gleymdi lyklakortinu mínu gæturu nokkuð hleypt mér inn?" "ó..." Þetta var sem sagt nágranni minn sem býr hinum megin við ganginn beint á móti mér, ég hef bara séð hann einu sinni áður og þekkti hann bara ekki aftur án spandex hjólagallans. Auðvitað fór ég fram og hleypti strákgreyinu inn. Svona er ég góður og elskulegur nágranni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli