föstudagur, maí 02, 2003

ég er með formalín lykt í nefinu og latex lykt á höndunum mínum, ég var sem sagt að koma úr verklegu. Vorum að krukka í augum og eyrum. Fengum tvö kýraugu sem við áttum að skoða, krukka í og skera sundur þvers og kurss, alveg merkilegt líffæri augað, flott þetta tapetum lucidum lag í auganu, er svona eins og perlumóð á skeljum í öllum regnbogans litum. Svo voru sundursagaðir hunds og hestshausar og hauskúpur, risastór svínseyru og hestaeyru, við fengum svo spurningar sem við áttum að svara saman, mér finnst samt að þessi krufningartími hafi verið heldur til snemma, það er bara nýbúið að fara yfir augun og við lærðum um eyrun í fyrradag þannig að maður hafði ekki náð að lesa nóg fyrir tíman en ef maður er ekki búinn að lesa þá gagnast þessi tími manni voðalega lítið. Ég var t.d. bara búin að lesa vel um augað og hafði rétt náð að renna yfir eyrun svo ég vissi ekkert hvað ég var að horfa á á þessum eyrum...

Engin ummæli: