Rigning
Það er rigning úti, ég man nú bara ekki hvenær ringdi síðast. En þar sem ég var á leiðinni heim úr skólanum í strætó þá tók ég eftir því að það var soldið mikið vatn á götunum, fyrst hélt ég að niðurföllin væru bara eitthvað stífluð þar sem ennþá er smá klaki sumstaðar en svo óx vatnsflaumurinn jafnt og þétt eftir því sem nær dró stúdentaheimilinu og strætó átti bara í mestu erfiðleikum með að koma sér upp brekkuna því gatan var bara eins og lítil á. Það hafði greinilega sprungið vatnsleiðsla því löggan var búin að loka götunni en hleypti strætó framhjá sem ég var mjög fegin því ég hefði ekki viljað vaða upp strauminn heim. Hérna fyrir utan er hringtorg og lítur það út núna eins og lítið stöðuvatn, hinum megin við hringtorgið er byggingarsvæði og sýndist mér vatnið flæða þaðan upp úr grunninum, greinilega eitthvað farið úrskeiðis hjá þeim... Svo var einn vitleysingurinn sem stóð í miðju vatninu/hringtorginu í veiðigalla, í vöðlum með veiðihatt og veiðistöng og skemmti sér alveg ágætlega sýndist mér og löggan var nú ekkert að amast yfir honum...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli