þriðjudagur, apríl 01, 2003
Ég var að læra um svínaræktun í dag og það var ungur fyrirlesari :) reyndar er það nú yfirleitt þannig þegar einhver á manns eigin aldri kemur og heldur fyrirlestur þá er fyrirlesturinn yfirleitt þannig að viðkomandi stendur og les fyrir mann glærur, og fyrst þegar ég settist niður og sá manninn vera klaufast við að loka hurðinni þá hugsaði ég með mér "æh nei... ekki enn einn upplestrarfyrirlestur" en hann var ekki þannig heldur var eins og maðurinn hafði aldrei gert annað en að kenna. Hann talaði um hlutina sem stóðu á glærunum en las þær ekki bara fyrir okkur, hann spurði spurninga og ætlaðist til þess að fá svar, ef einhver geispaði þá spurði hann "leiðist þér???" en mér fannst best þegar hann spurði eina stelpuna spurningu (um ég man ekki hvað...) og hún flissaði bara eitthvað og hann flissaði bara á móti og endurtók spurninguna hahahaha Afhverju eru ekki allir fyrirlesarar svona??
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli