mánudagur, mars 31, 2003

Það var sorgardagur í gær Tinna kisugreyið hennar Hjördísar var svæfð, Tinna var án efa besta kisa sem ég hef kynnst en hún gerði allt sem í hennar valdi stóð til að sýna mér fram á það að þrátt fyrir að vera ofnæmisvaldar þá eru kisur bestu skinn. Hún reyndi meira að segja að í hvert sinn sem ég kom í heimsókn að gefa mér sjokk meðferð, láta mig overdósa á kattarofnæminu með því að leggjast yfir andlitið á mér, eða bara hvíla sig með hausinn á milli brjóstanna minna, hvernig gat maður annað enn knúsað og klappað þessari kisu. Hún var líka afskaplega kurteis og heilsaði alltaf þegar maður kom. En svo fékk hún krabbamein greyið svo það var ekki um annað að ræða en að leyfa henni að sofna svefninum langa, en hún átti án efa góð tólf ár (hvað ætli það sé í kattarárum...)

Bless bless Tinna mín :~(

Engin ummæli: