laugardagur, mars 29, 2003

ég er að reyna hafa mig upp í það að byrja að læra, á eftir að lesa tvo kafla, reyndar mjög stutta kafla og svo að gera dæmi. En eins og það er leiðinlegt að lesa stærðfræði/tölfræði þá er ennþá leiðinlegra að lesa hana á norsku sérstaklega þegar ég veit að þetta er ekkert flókið en næ bara ekki alveg utanum þetta því ég skil ekki norskuna nógu vel. Þetta er nú voðalega líkt lífmælingunum en þrátt fyrir að hafa tekið þann ágæta áfanga og fengið þessa fínu einkunn upp á 8,5 þá virðist allt sem ég lærði um ferningasummur og t-gildi hafa lekið út. Jæja best að fara lesa!

Engin ummæli: