fimmtudagur, apríl 03, 2003

Jæja þá er Hjördís loksins búin að fá afmælisgjöfina frá mér, pakkinn er örugglega búinn að liggja lengi í pósthólfinu en hún asnaðist til að týna lyklinum af því. Allavega það sem er alveg stórkostlegt er að ég gaf henni plaggat af Orlando Bloom í gerfi Legolas, ætlaði að gefa henni plaggat af David Anders en það er bara ekki til... Þetta gerði ég óafvitandi að Hjördís hafði ákveðið að gefa mér plaggat af Tom Welling sem hún fann ekki en gaf mér í staðin plaggat af Dobby (úr Harry Potter) og litla mynd af Tom Welling (ferlega sætur híhíhí) Þetta er nú eitthvað skrítið að við endum alltaf á því að gefa hvor annarri það sama alveg óvart. Ég fékk líka hláturskast þegar ég fékk pakkann frá henni í hendurnar og sá að þetta var plaggat, en auðvitað gat ég ekki sagt neitt fyrr en núna því ég vildi ekki eyðileggja sörpræsið fyrir Hjördísi.

Ætli þessi líkindi liggi í nafninu?? við höfum líka sama skósmekk... en sem betur fer ekki sama strákasmekk!

Engin ummæli: