æh ég er alveg að verða stjörf núna... og ég sem á eftir að fara yfir meira efni. Málið er að þetta er ekkert erfitt, eiginlega alveg skítlétt og ef við eigum bara að reikna á morgun þá á mér eftir að ganga vel en málið er bara ef það koma mikið að skylgreiningum þá á mér ekki eftir að ganga alveg eins vel því það að koma þessu frá sér á norsku er ekki auðvelt og þar sem allt efnið er á norsku þá get ég ekki gert eins og áður skrifað á ensku. Bara ergjandi að vita að maður kunni þetta alveg en geta svo ekki komið þessu almennilega frá sér vegna tungumálaörðugleika.
Svo ætla ég rétt að vona að það komi ekki mikið úr "spesiall avlslære" en það er svona svínaræktun, fiskaræktun, hestaræktun, hundaræktun. Því við fengum í rauninni ekkert lesefni úr því, en samt voru fyrirlestrar þar sem farið var yfir efnið á handahlaupum, og ef við höfðum fengið eitthvað lesefni þá voru glósurnar frá fyrirlesurunum í engu samhengi við það og það voru heldur engar kollokvie-spurningar úr því og kennarinn var búinn að segja að prófið yrði í sama dúr og þær... Svo að ég hef bara verið að læra "generell avlslære" eða "almenna ræktun" sem við fórum í í síðustu viku og svona ýtt hinu til hliðar... *krossleggjafingur*
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli