miðvikudagur, apríl 23, 2003

Ég er núna byrjuð í nýjum áfanga sem lífeðlisfræði og líffærafræði (physiology og anatomy) Þessir tveir áfangar voru eitt sinn kenndir í sitthvoru lagi yfirleitt með árs millibili en núna á að breyta til og skella þeim saman í eitt svo við lærum samtímis um hvar líffærin eru og hvernig þau líta út og hvernig þau virka, sem er nú bara sniðugt finnst mér. Ég þurfti samt að kaupa stóran doðrant í dag sem heitir Physiology of domestic animals og kostaði litlar 790 nkr en hinar bækurnar sem við þurfum að nota var ég búin að kaupa og nota í vefjafræði og dyrenes biology (þeim ágæta áfanga...) Mér finnst samt allt í lagi að kaupa svona dýrar bækur þegar það er augljóst að ég eigi eftir að nota þær mikið (eins og vefjafræði og anatomi-bókin), ekki eins og þegar verið er að láta mann kaupa eitthvað dýrum dómum og svo er bara stuðst við helminginn af bókinni.
Það var byrjað á taugakerfinu í dag og svo verður eitt kerfi tekið fyrir í einu. Í gegnum allan áfangan verðum við að kryfja hund, og alltaf sama hundinn... þannig að hann verður orðinn glæsilegur í enda áfangans (mér dettur bara í hug skötugreyið sem við skárum í sundur í dýrafræði í líffræðinni) Ég var mjög fegin að við eigum að kryfja hund en ekki kött því þá hefðu verklegu tímarnir ekki verði skemmtilegir hjá mér og við verðum í verklegu næstum því daglega. Í dag vorum við samt í smásjársalnum að skoða sýni úr heila og mænu svo það var frekar hreinlegt, veit ekki hvenær við byrjum á hundinum. Það verður massíf kennsla fram á síðasta kennsludag sem er 13.júní svo ég get ekkert stolist heim fyrr, skólinn hefst svo aftur 18 eða 20. ágúst (kennarinn var ekki viss) og þá verður bara haldið áfram með keyrsluna og prófið er svo í nóvember. Sem sagt bara nóg að gera.

Engin ummæli: