miðvikudagur, apríl 23, 2003

Vesen vesen vesen. Þegar ég lét vita um fluttning þá skrifaði ég niður samviskusamlega heimilisfangið mitt og sendi til folkeregisteriet, ég var þá einnig að bíða eftir því að fá senda kennitölu nema svo leið og beið og aldrei fékk ég kennitölu senda svo ég fór að pæla hvort tilkynning mín um fluttning hafði eitthvað misfarist svo ég fór á skrifstofuna (sem er nota bene aðeins opin til 15:30!! hvað er málið með það...) svo ég fer á folkeregesteriet til að spyrja út í þetta, konan þar skilur ekkert afhverju ég hafi ekki fengið sent plagg um kennitöluna mína og jú fluttningstilkynningin hafði komist til skila, hún prentar svo út fyrir mig kennitöluna og þar stendur nýja heimilisfangið Moldegata 15 0468 Oslo. Ég bendi konunni á að ég búi ekkert þar ég búi á Bjölsen studentby hus 15 0445 Oslo (sem stendur reyndar við Moldegötu) Konan upplýsir mig þá um það að það verði að vera skráð götuheiti hjá þeim og að þetta sé rétt, nú ég ætla ekkert að fara rengja konuna neitt hún hljóti að vita hvernig þetta á að vera og jánka þá bara. En núna hef ég verið að lenda í veseni með póstinn sem ég fæ sendan frá bankanum mínum, bankinn vill bara senda á það heimilisfang sem er skráð í þjóðskránni og samkvæmt henni bý ég á Moldegötu 15 0468 Oslo, ég fæ nú bréfin á endanum en þá yfirleitt er umslagið útkrotað með feitum tússi þar sem er búið að strika yfir póstnúmerið 0468 og skrifa stórum stöfum 0445 og svo íbúðarnúmerið og núna var stimpill þar sem ég var vinsamlegast beðin um að láta sendanda vita um rétt heimilisfang! Þarf ég núna að fara aftur á skrifstofuna og heimta að hitt fái að standa. En undarlegast af öllu finnst mér að ég var að fá skattaframtalið sent og það er sent frá Likningskontoret en folkeregesteriet er hluti af því og á því stendur stórum stöfum Bjölsen studentsby en ekki Moldegata og rétt póstnúmer. Hvaðan fá þeir það heimilisfang þá fyrst að þeir vilja endilega láta mig eiga heima við Moldegötu í þjóðskránni. Svo núna er ég alltaf í skólanum til 15 og ekki séns að ég nái á skrifstofuna fyrir lokun (hvaða vitleysingi datt í hug að láta skrifstofuna loka hálf fjögur?!?) vonandi losna ég eitthvað fyrr eins og í dag og get þá náð fyrir lokun.

Engin ummæli: