laugardagur, apríl 26, 2003
Í dag var "musikk under Oslo" ýmsar hljómsveitir voru að spila á t-bana stöðvunum í kringum miðbæinn. Ég fór með Marte og Karólínu vinkonu hennar og svo kærasta Karólínu (man ekki hvað hann heitir...) Við flökkuðum á milli t-bana stöðva og hlustuðum á hljómsveitir. Persónulega var ég hrifnust af Cinnamoon sem spilaði einhverskonar urban-rokk. Eins og sönnum norðmanni sæmir var kærastinn með kaffi á brúsa sem var skipt á milli allra, þar sem það var hálf kallt í dag þá þáði ég tíu dropa. Í kvöld er ég svo að fara sjá Hafið með Þórunni og Ladda og Elínu sem er með mér í bekk, Elínu langaði svo að sjá myndina og spurði hvort ég og Þórunn vildum ekki fara með henni, ég bauð svo Marte að koma með og núna áðan var ég að fá sms frá henni og hún ætlar að taka einhvern annan með sér, veit ekki hvern, svo það verður bara fjölmenni. Mjög menningarlegur dagur í dag.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli