mánudagur, apríl 21, 2003
aahhh ég veit ekki hvað þetta er með mig! ég er búin að vera rembast við að læra fyrir þetta próf undanfarið og bara alls ekki verið nógu dugleg. Eins og í dag þá stend ég allt í einu upp frá lærdómnum og fer að taka til, ég þríf eldavélina og brýt saman þvott (að brjóta saman þvott er held ég það leiðinlegasta sem ég geri) ég eyði tveim tímum í það að þrífa í staðin fyrir að vera læra undir prófið sem ég er að fara í á morgun. Held það sé einhver mótþrói í mér því mér finnst þetta svo heimskulegt próf, í fyrsta lagi eigum við að kunna skil á öllum dýrum hér í Noregi (þ.e. þekkja þau á mynd) og þá er ég að meina alla fugla, spendýr, fiska og skeldýr einnig eigum við að kunna í hvaða flokkum þau eru á latínu og norsku og eigum að kunna tegundarheiti á latínu og norsku fyrir öll hjartardýr og húsdýr einnig hænsfugla. Þetta er einn hlutinn af prófinu, svo eru krossar úr ýmsu tengt líffræði eins og þróunarkenningin og mendel, blastula og gastrúla svona hitt og þetta nema hvað þessir kossar eru ekki bara svona veldu rétta svarið af þessum fimm möguleikum heldur veldu eitt eða fleiri rétt svör, eða það versta, réttasta svarið af þessum fimm möguleikum. Næst eru 26 stuttar spurningar úr lífeðlisfræði og anatómíu og síðasti hlutinn eru tvær spurningar úr husdyrhygiene (húsdýraumhverfi) þar sem spurt er um fjósagerðir og stærð bása, hvernig stíur hjá sláturgrísum eigi að vera og um sjúkdómsvarnir. Þrjóskan sem kemur upp í mér í sambandi við þetta próf er að þessi áfangi var bara svona samansafn af ýmsu sem við eigum eftir að læra meira um seinna, t.d. núna eftir páska er ég að fara í ýtarlegan anatómíu og lífeðlisáfanga hver var þá ástæðan að láta okkur lesa hitt efnið sem var bara yfirlit?? afhverju í andskotanum eigum við að kunna latnesk heiti á öllum hjartardýrum og hænsfuglum?? ég sé bara ekki hvernig þessi áfangi eigi eftir að gagnast mér nokkurn skapaðan hlut í þessu námi. Fyrir utan husdyrhygiene hlutan, en ég á eftir að fara í ýtarlegan áfanga um sama efni seinna í náminu. Og í þessa vitleysu eyddu þau 6 vikum af skólaárinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli