mánudagur, apríl 21, 2003

ég hef verið að pæla... þar sem tungumál eru geymd á mismunandi stöðum í heilanum ætli það sem við lærum á því tungumáli sé þá geymt á sama stað... Þannig að ef ég dett á hausinn og gleymi þeirri litlu norsku sem ég hef lært þá gleymi ég líka því sem ég hef lært í husdyrhygiene og ræktun þar sem ég las það og lærði á norsku... Eða ef ég dett aftur á hausinn og gleymi enskunni að ég sitji þá uppi með ansi gloppót minni hvað varðar frumulíffræði og efnafræði...

Engin ummæli: