mánudagur, mars 24, 2003
Það var gott veður í dag, eins og gott íslenskt sumarveður bara... sól og 10 stiga hiti heh... fór eftir skóla að spila körfubolta. Ég, Þórunn og Hjalti vorum saman í liði á móti Ladda, Arnari og Hildigunni, þegar ég mætti á svæðið voru þau byrjuð að spila og enginn vissi hver staðan var og þannig hélst það. En ég efast ekki um að mitt lið hafi unnið með yfirburðum, tala nú ekki um þegar ég náði að skora heilar tvær körfur! Það fór samt ósköp lítið fyrir reglum... ég reyndi nú að fara í Arnar en var nú alltaf hálf hrædd um að vera bara slengt yfir hálfan völlin minnug þess að Hjalti tvírifbeinsbrotnaði í einum körfuboltaleik þar sem hann henti sér á Arnar og skoppaði svo af honum og lenti illa, það atvik var náttúrulega rifjað upp yfir pizzunni sem við fengum okkur á eftir og Hjalti stundi með dramatískum hætti að hann hafði ekki getað andað í mánuð...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli