mánudagur, mars 24, 2003
Var fórnarlamb almenningssamgöngukerfisins í dag, þar sem ég labbaði frá skólanum sá ég rétt á eftir strætónum mínum, þar sem strætó á að vera á 8 mín fresti ákvað ég að fara í búðina sem er rétt hjá og kaupa mjólk, var nú ekki 8 mín þar inni en þegar ég kem út sé ég á eftir öðrum vagni. Ég sest í skýlið og bíð og bíð og vagn sem er að fara í hina áttina niðrí bæ kemur og ég bíð og bíð annar vagn í hina áttina kemur og ennþá enginn vagn, og ég bíð og bíð og annar vagn á leiðinni í hina áttina kemur, sem sagt þrír strætóar höfðu átt að vera komnir og farnir meðan ég beið, loksins komu allir þrír í einni halarófu 20 mín of seinir ( nema aftasti vagninn hann var á réttum tíma ) *pirrrrrrrrrrrrrrr* ennþá ansnalegra var að þegar við vorum komin inn í hverfið mitt lentum við fyrir aftan enn einn vagninn reyndar númer 38, hinir vagnarnir voru nr 37 svo þarna voru 4 vagnar hver á eftir öðrum, þar af þrír svona langir gormavagnar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli