ég fór í skólann í dag, það var ágætt, ég er að læra um ræktun í dag var fjallað um skildleikaræktun og hvernig á að reikna út hversu skildir einstaklingar eru. Reyndar skrifa kennarinn alveg hræðilega illa og talar líka ansi hratt og hnitmiðað svo ég þarf alltaf að kíkja hjá fólkinu í kring til að sjá hvað sé verið að skrifa á töfluna. Vero tók svo eftir að ég var að herma vitlaust eftir henni pikkaði í mig og skrifaði með stórum prentstöfum á spássíðuna GROVFOR (ég hafði skrifað grofor), alltaf jafn hjálpsamir þessir norðmenn. Seinni partinn var svo kollokvier, kollokvier er hópavinna, fáum spurningar sem við megum svara saman og kennarinn er á staðnum ef við þurfum hjálp, alveg ágætt. Nema hvað ég er ekki sú eina sem á í vandræðum með að skilja kennarann, við höfðum spurningu fyrir kennarann, hann kom og svaraði, þau hin spurðu og virtust vera með á nótunum þegar hann talaði, svo fór hann og Kjersti sagði: skilduð þið um hvað hann var að tala? hin stelpan (sem ég man ekki alveg hvað heitir núna...) sagði: öömmm hann sagði eitthvað á þessum nótum en ég var ekki alveg að skilja hann, ætla aðeins að leifa þessu að sökva inn... Svo sat hún í smá stund og hugsaði, en það kveiknaði ekki á neinni ljósaperu svo við fórum bara yfir í næstu spurningu. Svo er einn strákur í kollokvie-hópnum mínum, hann Øyvind og já hann er jafn lúðalegur og nafnið gefur til kynna...
og já gleði gleði ég náði cellebiologi-prófinu en ekkert meira en það...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli