þriðjudagur, mars 25, 2003
jæja ég var nú bara í ágætis skapi þangað til ég settist hérna fyrir framan tölvuna en núna er ég bara fúl og pirruð, í fyrsta lagi athugaði ég hvort að peningurinn sem ég var að millifæra væri kominn inn á norska reikninginn, jújú það var kominn peningur en bara 14.900 nkr og ég bað búnaðarbankann að senda 15.000 nkr og útskýrði fyrir þjónustufulltrúanum að ég þyrfti að hafa lágmark þá upphæð til að fá kort á reikninginn, en nei þetta var of flókið svo núna vantar helvítis 100 nkr uppá, ég reyndi samt að sækja um kort en fékk bara villutilkynningu *pirrrrrrrrrrrrrrrrrrr* Svo var LÍN að heimta enn eina tekjuáætlun fyrir árið 2002 ég fór inn á form.is og ætlaði að sækja eyðublaðið en þá kom alltaf að ég hefði aftengst af svæðinu og það var bara ekkert að vera leifa mér að tengjast aftur. Ég lokaði glugganum og reyndi aftur "þú hefur aftengst netsvæðinu" ég lokaði glugganum og reyndi aftur "þú hefur aftengst netsvæðinu" og aftur og aftur og aftur. Ég skila þá bara ekkert þessu eyðublaði!!!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli