þriðjudagur, mars 25, 2003

lífmælinga-flashback dauðans í dag, kennarinn stóð við töfluna og skrifaði óskyljanlegt hrafnaspark á tölfuna og formúlur með örvum hingað og þangað, kennarinn sjálfur er líka óskyljanlegur, m.a.s. krakkarnir í bekknum eiga í erfiðleikum með að skilja hann. Skil ekki svona kennara sem glósa svona óskipulega á töfluna, halda þeir að maður sé sjálfur með fimm metra langa töflu fyrir framan sig sem maður getur glósað niður á. Svona voru lífmælingarnar, einhver gröf og formúlur út um alla töflu með örvum sem bentu hingað og þangað, engar útskýringar á táknum, nema hvað að auki vorum við alltaf að leiðrétta kennarann, því útleyðslurnar hjá honum voru oft furðulegar þar sem 2 + 2 urðu stundum 5 og svoleiðis.

Svo voru kollokvier, við vorum að reikna innræktunarstuðul í einni fjölskyldu, dæmin voru á þá leið að ættartré var gefið þar sem systkyni áttu barn saman og svo átti annað foreldrið barn með barninu og svo barnabarninu og við áttum svo að reikna út frá því skildleika og innræktunarstuðul. Alsystkyni hafa venjulega skyldleikastuðulinn 1/2 og maður sjálfur er skyldur sjálfum sér með stuðlinum 1 maður telst innræktaður ef stuðullinn fer yfir 1. En samt það alveg brakaði í hausnum á mér við að reyna skilja þessar mismunandi skilgreiningar á hinu og þessu og allt saman á norsku auðvitað, ætla ekki að hugsa neitt í kvöld.

Engin ummæli: