miðvikudagur, mars 26, 2003

úff enn einn maraþondagur búinn í skólanum, undir það síðasta var ég alveg dottin úr, lét bara þau hin í kollokvie hópnum um að hugsa, svo þegar Kjersti spurði af og til "skjönner du Herdis?" þá leit ég bara upp sljóum augum og jánkaði. En ég var nú ekki sú eina sem var í þessu ástandi. Eins og planið er búið að vera hjá okkur þessa vikuna þá bara flæða upplýsingarnar út um eyrun á manni. Fyrst er fyrirlestur frá átta til tíu svo eigum við að lesa sjálf til korter yfir tólf, svo er fyrirlestur til eitt og svo á maður að lesa sjálfur í klukkutíma og klukkan tvö er kollokvier til fjögur þar sem við eigum að svara spurningum úr efni dagsins. Í dag var farið yfir kafla 10,11 og 12, brjálað stuð...

Mér finnst samt fyndið þegar við erum í sal 3, því hann er í stórdýra húsinu svo að við hliðná salnum er hálfgert fjós með svínum, hestum og kúm, samt misjafnt hvaða dýr eru veik. Svo það er fjósalykt í salnum og svo getur maður klappað dýrunum í frímínútum....

Engin ummæli: