fimmtudagur, mars 27, 2003

Ég horfði á Bowling for Columbine í gær, góð mynd, mér finnst Michael Moore sniðugur maður, ein sænska stöðin hér hefur verið að sýna þætti með honum sem heita The awful truth þar sem hann tekur ýmis málefni fyrir, góðir þættir en ég gleymi bara svo oft að horfa og svo eru þeir líka á föstudagskvöldum, um daginn var meðal annars talað við mann sem vildi verða lögreglumaður en hann skoraði of hátt á gáfnaprófinu og var neitað um inngöngu, já hann var talinn vera of gáfaður til að vera lögreglumaður. Svo var gengið um og lögreglumenn spurðir einfaldra spurninga eins og "Blablabær er 50 milur í burtu hvað ertu lengi að keyra þangað ef þú keyrir á 50 mílur/klst" yfirleitt var svarið "ööö ég veit það ekki" Mér fannst svo fyndið þegar hann var að stoppa útlendinga á götunni og spyrja hvað þau fengju langt sumarfrí, veit nú ekki alveg hvernig þetta er í ameríku en þau fá greinilega ekki standard 6 vikna sumarfrí.

Engin ummæli: