ahh hvað það er gott veður úti, eins og góður sumardagur á íslandi en hérna eru ekki allir komnir á stuttbuxur og hlýraboli um leið og hitinn stígur yfir frostmark og sólin lætur sjá sig, neinei fólk er bara í sínum úlpum. Fór á heilsugæslustöðina í Blindern áðan (háskólinn í Osló er þar og einnig heilsugæslustöð fyrir stúdenta) ég lagði ekki í að hringja og panta tíma hjá lækni, hingað til hefur ekki gengið neitt voðalega vel að tala á norsku í símann svo ég fór bara á svæðið enda svo gott veður úti og tilvalið að vera með nýju sólgleraugun 8-) Ég er nú ekkert veik þarf bara nýjan skammt af ofnæmislyfjum. Ég bjóst nú allt eins við að þurfa skipta yfir í enskuna en þótt ótrúlegt megi virðast náði ég að útskýra mín mál á norsku, svakalega stolt af sjálfri mér. En ég fékk samt ekki tíma fyrr en 7. apríl sem er ekki alveg nógu gott því ég á bara sex daga skammt eftir, bjóst ekki við því að það væri svona mikil bið að komast til læknis...
Ég fór svo í búðina og náði að kaupa bara það sem ég ætlaði að kaupa, alveg ótrúlegt stundum held ég að búðir séu með svona minnisruglara því oftar en ekki steingleymi ég hvað ég ætlaði að kaupa um leið og ég stíg inn í búðina og enda á því að kaupa allt annað en það sem mig vantaði svo um leið og ég kem út aftur þá man ég ahhh ég gleymdi að kaupa mjólk! og ég hafði kannski farið gagngert í búðina til að kaupa mjólk. Þetta er alltaf að koma fyrir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli