mánudagur, mars 03, 2003

svo er ég glöð í dag en samt frekar aum... er enn að jafna mig eftir helgina... og nei mamma það var ekkert fyllerí á mér ég hreyfði mig bara svona mikið! en ástæðan fyrir því að ég er glöð er að loksins, loksins! hef ég fengið eitthvað metið úr líffræðinni, í dag var að byrja áfangi sem heitir populasjonsmedisin og er hluti af áfanganum statistik og svo er faraldsfræði og einhver erfðafræði, kúrsinn er 6 vikur og í hverri viku er próf þannig að það er ekkert lokapróf. Út af þessu snilldar símati þá fékk ég metnar lífmælingarnar ( skýrslur dauðans...) og fæ því að sleppa statistik-hlutanum og þeim prófum en tek svo próf úr faraldsfræðinni og þessari erfðafræði sem sagt 3 vikur frí :)

Engin ummæli: