mánudagur, mars 03, 2003

en helgin já... Ég fór í skíðaferðalag um helgina. Íslendingafélagið á "skála" í Norefjell (berist fram Núrefjell) en þessi skáli er gamalt skólahús á 3 hæðum. Þangað fórum við 23 íslendingar núna um helgina. Í húsinu var líka fjölskylda með börn, skrímsli dauðans, á laugardagsmorgunin vöktu þau alla í húsinu klukkan 7 með því að hlaupa út um allt gargandi og veinandi og það sem verra var þá voru þau með skopparabolta! svo það bergmálaði um allt húsið "dúnkdúnk dúnkdúnk dúnkdúnkdúnkdúnk" Ég var næstum því farin niður til kefla þessi dýr, henda þeim út og grýta boltanum á eftir þeim en þar sem ég lá í efri koju þá nennti ég ekki að klifra niður.

En já við komum á föstudagskvöldinu, ég, Þórunn og Laddi fórum með Miu í bíl og elltum Högna og strákana sem voru á vinnubílnum hans Högna, við hefðum annars ekki ratað... restin af fólkinu hafði komið fyrr um kvöldið. Laddi reyndi nú að koma með nokkra bílaleiki en þeir voru mest eitthvað í sambandi við leikara og bíómyndir og Mia og Þórunn eru ekkert góðar í því og ég bara ágæt svo þetta var mest bara Laddi að þylja upp myndir og leikara...

Á laugardeginum vorum við nú öll vakin snemma eins og ég sagði frá áðan en sumir voru nú fljótari að taka sig til en aðrir. Ég og Birna þurftum að bíða endalaust lengi eftir honum Daníel, hann hafði á föstudagskvöldinu slúttað hálfum lítra af gini og svo drepist þannig að hann var hálf glær greyið, en við vorum nú byrjendurnir í hópnum ég að fara á bretti í fyrsta skiptið, Birna að fara í annað skiptið og Daníel hafði ekki stigið á skíði í 6 ár. Daníel var svona hálftíma að koma sér í skónna svo loksins þegar við vorum lögð af stað þá hrópar Daníel "ég gleymdi skíðagleraugunum!" svo Birna þurfti að snúa bílnum við svo Daníel gæti náð í skíðagleraugun, svo birtist maðurinn með þessi líka æðislegu gleraugu, neonbleik með gylltum stöfum. Þegar við komum svo á skíðasvæðið og vorum að taka til dótið úr vinnubílnum þá komu í ljós þessir líka fínu bleiku stafir í stíl við gleraugun, svo Daníel var bara flottur í brekkunni. Ég og Birna vorum líka flottar brettagellur. Skíðasvæðið í Norefjell er svolítið skrítið því barnabrekkurnar eru efst í fjallinu og erfiðustu brekkurnar neðst svo maður þarf fyrst að fara upp með stóru stólalyftunni og taka svo aðra litla til að vera í barna brekkunni en þar vorum við auðvitað fyrst. Hildigunnur hafði nú gefið mér nokkra punkta um hvernig svona bretti virka, hafa þungann í fremri fætinum og reyna stýra með aftari, vera til skiptis á hælunum og tánum og láta brettið skera þannig með köntunum. Allavega þá fór ég niður hálfa brekkuna á rassinum í fyrstu ferðinni en svo gat Birna gefið mér nokkur tips og eftir það gat ég staðið á hælunum og rennt mér þannig niður en það gekk alveg bölvanlega að reyna stýra eitthvað en í endann á deginum þá var ég farin að getað snúði mér frá tánum yfir á hælana en ekki alveg í hina áttina svo ég get ekki svigað ennþá, er í rauninni hálf stjórnlaus... þurfti eitt sinn að henda mér niður þegar ég stefndi út í skóg...svona tré eru víst ekkert voðalega mjúk að lenda á... En eftir að hafa verið alltaf að detta og þurfa hífa sig aftur upp þá er ég með risa stóran marblett á rassinum og að deyja úr harðsperum í handleggjum, maga og brjóstum og svo auðvitað í lærunum og aum í hnjánum... svo var vinstri úlnliðurinn á mér ansi bólginn í enda dagsins en það er búið að lagast núna. En þrátt fyrir að hafa verið alltaf á hausnum og dauðþreitt eftir daginn þá var þetta mjög gaman og ekki eins erfitt að læra á bretti og ég hélt. Ég lagði samt ekki í að fara niður stóru brekkuna svo ég fékk bara að taka stóru stólalyftuna niður aftur í enda dagsins :) Birna hetja fór samt niður stóru brekkuna en var líka alveg endalaust lengi á leiðinni.

Svo um kvöldið voru allir alveg dauðþreittir en samt var nú rólegt fyllerí á nokkrum fram undir morgun, Agnes sem hafði skammað Daníel fyrir að drekka svona mikið gin fór sjálf með hálfa vodkaflösku en ég sjálf gafst upp um hálf tvö leitið og skreiddist upp í koju og vaknaði um morguninn með þessar líka ógeðslegu harðsperur, þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það þarf marga vöðva til að snúa sér við í rúminu eða til að gera nokkurn skapaðan hlut yfirhöfuð ég veit núna hversu samhæfur líkaminn er því í hvert sinn sem einhver vöðvi hreyfist þá fæ ég verk. Af þessum ástæðum fór ég ekkert á brettið í gær heldur slappaði bara af og las séð og heyrt. Við fórum svo aftur í bæinn um kvöldið, en þar sem vetrarfríið var að enda þá var alveg rosaleg traffík til Osló og það tók sinn tíma að mjakast áfram í röðinni og við vorum alveg endalaust á leiðinni en það voru engir bílaleikir, Laddi reyndi fyrst að koma með einhverjar stræðfræðiþrautir en þær féllu ekki í góðan jarðveg.

Engin ummæli: