þriðjudagur, mars 04, 2003

aahhh hvað það er gott að lesa eitthvað annað en skólabækur, byrjaði á The light fantastic í morgun en varð þá hugsað til Hjördísar og fór á netið í gjafaleit og ég er búin að panta gjöf og hún er núna á leiðinni til þín Hjördís mín ;) veit að þú verður ofsalega ánægð. Svo ætla ég að senda til þín bókina á morgun.

Á morgun á ég afmæli, þá verð ég 24 ára gömul... er ekki búin að plana neitt til þess að fagna þessum merka viðburði og er ef ég á að segja alveg eins og er alveg andlaus. Ég get ekki boðið fólki hingað sem væri auðveldast og eins og er nenni ég ekki að plana eitt né neitt geri kannski bara eitthvað sniðugt um helgina...

Engin ummæli: