mánudagur, mars 03, 2003

heyrðu ég gleymdi nú að minnast á það áðan að þar sem við vorum að borða á laugardagskvöldinu þá fer brunabjallan í gang. Auðvitað kippti sér enginn upp við þetta enda fer brunabjallan í gang í hverri viku hjá okkur. Högni stóð samt upp og ákvað að athuga málið við hin héldum áfram að borða en svo förum við að finna brunalykt það koma nokkur komment um það að kannski sé nú bara kveiknað í en við vorum nú á jarðhæð og stórir gluggar svo við héldum bara áfram að borða. Högni kemur svo aftur, þá höfðu litlu skrímslin lokað fyrir skosteininn en kveikt var í arninum í kjallaranum svo kjallarinn var fullur af reyk og Högni sagði að það hafði verið orðið funheitt þarna inni og ekki munað miklu að viðurinn færi bara að brenna þannig að ekki nóg með það að þessi skrímsli hafi vakið alla fyrir allar aldir heldur voru þau næstum því búin að kveikja í húsinu líka! Svo þegar við vorum bera farangurinn út í bíl á sunnudeginum þá segir pabbinn "ekki að ég ætli að fara skipta mér neitt af en fólk á nú að þrífa húsið áður en það fer" Held að maðurinn ætti bara að reyna ala upp þessi börn sín í staðin fyrir að skipta sér að fullorðnu fólki.

Engin ummæli: