miðvikudagur, febrúar 12, 2003

Nú er ég hissa, ég datt inná einn fréttavef frá bólivíu, en ég var skiptinemi þar '97-'98. Ekki hélt ég að bólivíanar væru orðnir svona tæknivæddir, bara farnir að netvæðast og allt. Þar var nú samt greinilega svipað ástandið í landinu og þegar ég var þar, flóð út um allt og hótanir um verkföll hægri vinstri og svo náttúrulega eiturlyf, þar sem Bólivia er held ég eina landið í heiminu ( nema kannski Perú...) þar sem löglegt er að rækta kókalauf þá er kókaínframleiðsla algeng þar, og þarna var ein frétt um að lokað hafði verið einni kókaínverksmiðju og gerð upptæk 4,5 kíló af kókaíni, einn farsími og 350 bolivianos (peningur). Mér fannst þetta fyndið einn farsími og tæpar 5000 kr íslenskar.
Þaðan fór ég svo á annan vef www.bolivia.com ég varð nú forvitin hvort það væru nú ekki einhverjar fínar myndir af mínu gamla heimili La Paz en nei það var bara ein mynd og ég man ekki eftir því að hafa séð svona vel útlítandi götu í La Paz, sú La Paz sem ég bjó í var illa lyktandi og skítug. Kannski þess vegna sem það eru engar myndir... vilja ekki fæla túristana frá með því að sýna svona ljóta borg...

Engin ummæli: