miðvikudagur, febrúar 12, 2003

Ég fór að versla áðan, í matinn sko, og ég sver það ég held að handleggirnir á mér hafi lengst um nokkra cm. við að bera þetta allt heim. Ég fór fyrst í hraðbankann og þar sem pakistanabúðin er við hliðná hraðbankanum ákvað ég bara að kaupa grænmetið þar og þetta er svo sniðug búð, alls konar grænmeti og ávextir, sósur, olíur og fullt af kryddi, svona 300 tegundir af hrísgrónum og pasta, hnetur og þurkaðir ávextir. Það sem mér finnst best við búðina (fyrir utan úrvalið náttúrulega) er að maður fær að velja allt grænmetið sjálfur, auðvitað eru þeir líka með gulrætur og kartöflur í kílóapokum, en kílóverðið er alveg það sama, en í stórmörkuðunum er alltaf búið að pakka öllu inn fyrir mann í plast og maður er bara tilneyddur til að kaupa kíló af gulrótum og 5 stk af lauk t.d. Allt í stórum fljölskyldupakkningum. Ég skautaði svo yfir í Rimi (svona bónus/hagkaup) Það er nefnilega alveg rosalega mikið svell á gangstéttunum og bara sumstaðar búið að bera á möl. Já ég fór svo yfir í Rimi og keypti restina af því sem mig vantaði, en það er voðalega undarlegt vöruúrval þar samt eins og það var ekki til BBQ- sósa, en ég hafði gleymt að kaupa hana í pakistanabúðinni, það var bara til venjuleg tómatsósa og svo heinz chili og hvítlaukssósur en ekki BBQ- sósa, en svo miðast Rimi auglýsingarnar við það að það sé svo mikið vöruúrval hjá þeim en svo er oft bara til ein teg. af vörunum (rimi-útgáfa) eða þá bara eitt vörumerki og svo rimi-útgáfa. Mér verður bara hugsað til hagkaupsvaranna í kjarnorkuúrgangsumbúðunum, hverjum datt eiginlega í hug að hafa umbúðirnar gular með svörtum röndum? og hugsið ykkur ef búðin væri bara með hagkaupsvörur, maður þyrfti að ganga þar um með sólgleraugu. Rimi er samt aðeins smekklegri en það, er bara lítið rimi-merki á pakkningunum.

Talandi um búðir, um daginn var ég í strætó og keyrði fram hjá einni svona grænmetisbúð og ég rendi augunum yfir krítartöfluna sem var fyrir utan búðina og sá að þar var til einhver teg. af osti og svona kryddpylsur og svo stóð "vakkre kassedamer" (fallegar kassadömur) mér fannst það fyndið.

Engin ummæli: