þriðjudagur, febrúar 11, 2003

jæja búin að planta könnun á síðuna og hvet ég alla til að kjósa, annars er ég búin að sitja við skrifborðið og svara spurningum úr námsefninu svo mér er kallt tánum. Hingað til hef ég setið og lesið í rúminu og þá get ég haft tærnar á ofninum og hlýjað þeim en get það ekki ef ég sit við skrifborðið. Mér er nefnilega bara heitt á tánum á nóttunni og svo þegar ég hef þær á ofninum og sokkar og teppi hafa bara ekkert um það að segja. Ég er greinilega ekki með nóg blóð til að það nái að flæða endanna á milli og réttilega hefur líkaminn ákveðið að láta efri endann hafa nægilegt blóðflæði og láta tærnar mæta afgangi og er mér því krónískt kallt á tánum.

Engin ummæli: