fimmtudagur, febrúar 13, 2003

læri læri læri... er búin að vera svara spurningum úr frumulíffræði, ég ætla að vona að norsku kennurunum finnist gaman að fá myndir á prófi því mér finnst alltaf best að koma þessu myndrænt frá mér, er allavega bara búin að sitja og teikna carrier prótein til að sýna hvernig þau virka.. mér finnst allavega þetta verða svo ruglingslegt þegar maður fer að telja upp: fyrst gerist þetta svo kemur þetta efni og þá breytist þetta svona. Miklu betra að teikna bara mynd og hafa smá skýringatexta með, kannski er þetta vegna þess að ég lærði þetta efni á svo myndrænann hátt, glósurnar hans Guðmundar frumulíffræðikennara samanstóðu af myndum á glæru sem hann slengdi upp og var svo með risaprik sem hann sveiflaði um og benti hingað og þangað ( aumingja fólkið sem sat fremst... og við sem vorum 120 manns í 80 manna stofu...) svo maður sat bara með bókina í fanginu og skrifaði inn á myndirnar á meðan maðurinn talaði og talaði og talaði.

Fróðleiksmoli dagsins:
Vitið þið afhverju krabbameinsfrumur verða oft ónæmar fyrir lyfjunum og þess vegna getur maður bara farið einu sinni í hverja lyfjameðferð? jú allar frumur hafa svokallaða ABC-transporters en þeirra hlutverk er að dæla út úr frumunni eiturefnum, þar sem lyfin eru eitruð fyrir krabbameinsfrumuna þá dælir hún þeim bara út aftur og heldur áfram að lifa og skipta sér aftur og aftur og aftur...

Engin ummæli: