föstudagur, febrúar 14, 2003

Hjördís er góð vinkona, hún sendi mér hina fullkomnu gjöf sem sýnir það og sannar að það er hægt að kaupa allt í ameríku og núna þarf ég ekki að hafa áhyggjur af karlmannsleysi. Ég fór sem sagt áðan að athuga með póstinn minn og þar var pakki til mín frá ameríku, inní honum var bók (sem ég gaf Hjördísi í jólagjöf ég á svo eftir að senda henni bókina sem hún gaf mér í jólagjöf) nema hvað svo datt í fangið á mér lítill hvítur vöndull, ég vafði spennt utan af honum og í ljós kom "Grow a lover"!!! if you don't have a lover, grow one. Lítill hönk sem ég á að setja í vatn og þá vex hann! bleikur og fínn. Ég er auðvitað búin að skella honum í vatnsglas og bíð núna spennt!

Engin ummæli: