mánudagur, febrúar 17, 2003
Ég fór í smá hressingargöngu niður að á áðan, tók með mér gamla brauðenda til að gefa öndunum. Fyrst voru það bara ég og endurnar en svo fór að drífa að mávar og krákur en ég verð að segja að endurnar gáfu mávunum bara ekkert eftir í slagnum um brauðið, sumar voru m.a.s. það hugrakkar að þær skautuðu yfir ísinn og kröfluðu sig svo upp snjóinn til að geta goggað í skónna mína og heimtað meira brauð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli