föstudagur, febrúar 21, 2003

ég verð að segja að ég hef orðið fyrir smá vonbrigðum með lesendur bloggsins, það hafa bara komið tvær tillögur um nafn á bleika hönkið og jáh ég þakka fyrir viðleitni en Grísli og Mr. Piggy er ekki alveg það karlmannlega nafn sem ég er að leita að.

En talandi um nöfn, Hjördís voru það ekki þú og Þórdís sem kölluðu alla sæta stráka sem þið vissuð ekki hvað hétu Hlöðver eða Böðvar? og Hlöðver Böðvar ef strákurinn var rosalega sætur? því svona sætir strákar hlytu að heita hallærislegu nafni?? og hvað væri hallærislegra en Hlöðver og Böðvar hahahahaa...

Engin ummæli: