ég labbaði út í skóla áðan og ætlaði að kaupa erfðafræðibókina en nei þá var bara bókasalan lokuð vegna veikinda! hvaða dónaskapur er það? rakst samt á Tine og Bent Tomas (þetta var ekki heimska Tine sem ég lenti með í verklegu einn hræðilegan dag...) mér hefur farið aftur í norskunni eða að tala hann allavega, skildi þau alveg en gat sjálf ekki sagt neitt af viti, það er einhvern vegin þannig að fyrst er maður að reyna tala og dettur ýmislegt sniðugt í hug að segja nema svo þegar maður ætlar að segja það þá bara kemur maður því ekki í settningar og á endanum gefst maður bara upp og þegir, ég hef því yfirleitt verið mjög þögul í skólanum... og oft hef ég blótað því að Noregur skuli ekki vera spænskumælandi land hvað það hefði auðveldað mér lífið.
En já talaði aðeins við Tine og Bent Tomas, þau vita ekkert meira en ég hvernig prófið verður, það virðist enginn vita það, ekki einu sinni kennararnir. Þórunn skrifaði Harbitz og spurði hvort ekki væri hægt að fá prósentugildi á hlutunum, hversu stór vefjafræði hlutinn sé eða erfðafræðihlutinn, Harbitz skrifaði bara á móti að við ættum að kunna þetta allt og þyrftum því ekkert að vita hversu stór hluti hvað sé á prófinu. Jájá svona er þetta nú.
Var svo að prenta út fullt fullt af spurningum og ætla fara hella mér í að svara þeim, tölvan mín og prentarinn gáfust næstum því upp eða aðalega tölvan, en hún fraus nú bara einu sinni greyið. Ef einhverjum langar að gefa mér ibook í afmælisgjöf þá ætla ég ekkert að mótmæla því neitt :) vil bara minna fólk á heimilisfangið sem ég gaf upp hérna fyrir neðan, vinsamlegast sendið gjafir þangað :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli