fimmtudagur, febrúar 20, 2003

ég held það sé ekki til BBQ-sósa í noregi. Fór í einn súpermarkað og pakistanabúðina í BBQ-sósuleit en án árangurs. Ég fór í búðina með það eitt í huga að kaupa bara BBQ-sósu og ekkert annað og tók þess vegna enga körfu, þarf enga körfu undir eina flösku, svo áður en ég vissi var ég komin með fangið fullt af vörum sem ég svo hálf missti á færibandið, brosti samt afsakandi... og labbaði svo út úr búðinni með troðfullan poka af vörum, en enga BBQ-sósu... og sæti strákurinn í pakistanabúðinni var ekki að vinna, svindl. Ætla fara leita mér að grænmetisbúð þar sem stendur á skiltinu "vakre kassegutter"

Engin ummæli: