fimmtudagur, febrúar 20, 2003

ég gat ekkert bloggað í gær því blogger virkaði ekki og ég sem ætlaði að monta mig yfir þvottadugnaði. Ég neyddist til að þvo föt í gær því ég var orðin uppiskroppa með nærbuxur og þá verður maður víst að þvo... enginn lúxus hjá mér eins og sumum sem ganga bara í nærbuxum af kærastanum sínum þegar þeirra eigin eru allar skítugar... Mér finnst alveg roslega leiðinlegt að þvo því þvottahúsið er í annarri blokk og það er svell á milli minnar blokkar og þvottahúsablokkarinnar, svo fyrst þarf maður að rogast með öll skítugu fötin yfir og vera næstum því búin að detta svona þrisvar, leita svo að þvottavél sem er laus eða búin, taka út fötin sem eru fyrir í þvottavélinni og setja sín föt í, svo skauta aftur yfir svellið heim. Dútla við að gera eitthvað næstu 50 mín, renna sér svo aftur yfir í þvottahúsið áður en einhver rífur fötin manns úr vélinni, setja það sem má fara í þurrkara í þurrkarann og burðast með blautu fötin heim, hengja þau upp á meðan maður bíður eftir því að þurrkarinn klári, labba aftur yfir í þvotthús, vera aftur næstum því dottinn nokkrum sinnum, ná í þurru fötin, labba með þetta heim og brjóta svo saman upp í skáp. Þetta er alveg tveggja tíma prósess að ég tali ekki um mikil hætta á að brjóta einhver bein.

Engin ummæli: