sunnudagur, febrúar 09, 2003

Fluttningar

Jæja þá er ég orðin ein á Bjölsen, strákarnir fluttu á föstudaginn og eru nú orðnir sambýlingar í alveg ágætis íbúð á Fjelbirkiland stúdentagörðunum. Við vorum auðvitað nokkur sem hjálpuðum til við fluttningana, Laddi hafði nú ætlað að koma kl eitt en svo sást bara ekkert af honum, rúmlega klukkutíma seinna mætti Laddi kófsveittur og másandi, þá hafði einhver vitleysingur lagt bílnum sínum á trikk-teinanna svo trikkurinn komst ekki neitt þannig að Laddi lagði bara af stað labbandi upp með trikk-teinunum og bjóst nú við að hvað á hverju kæmi trikk-bus (svona strætó sem er sendur út þegar trikkur bilar) sem hann gæti tekið, svo Laddi labbaði og labbaði og þegar hann kom að stoppustöðinni sem hann hefði átt að fara úr trikknum þá brunaði strætó fram hjá honum. Arnar hafði svo gefið Ladda einhverjar misvísandi leiðbeiningar um hvaða leið hann ætti að labba frá stoppustöðinni til Bjölsen (tekur svona 10 mín í snjónum) svo Laddi viltist aðeins um hverfið og meðfram ánni áður en hann loksins komst á leiðarenda og var þá auðvitað hent í það að bera þunga hluti inní flutningabílinn. Ég og Arnar sáum um að hlaða lyftuna og áttum nánar stundir í lyftunni, klesst upp við kassa og húsgögn. Reyndar átti Arnar lítið af dóti, Hjalti er hins vegar búinn að sanka af sér fjöldanum öllum af húsgögnum og drasli sem tók dágóðann tíma að flytja niður og svo út í bíl.
Svo var rúntað upp eftir, þegar Hjalti fór svo að sækja lyklana kom í ljós að það hafði orðið einhver misskilningur, þeir áttu að fá umöblert (án húsganga) en það átti eftir að flytja húsgögnin úr íbúðinni, svo þarna vorum við með fullan bíl að húsgögnum og fulla íbúð af húsgögnum, þannig að við þurftum að byrja á því að bera húsgögnin úr íbúðinni fram á gang og þá gátum við farið að afferma bílinn. Íbúðin var uppá 3. hæð og engin lyfta svo það tók nú á að bera allt þetta dót, og strákarnir voru ekkert að bera þyngstu hlutina á milli sín, neineinei það er ekki karlmannlegt, það var ekki nema þegar að stærðarinnar vegna var ekki hægt að bera hlutinn einn (svona eins og rúmin) að þeir tóku tveir og tveir saman, annars roguðust þeir bara upp með nýþunga kassa og sjónvörp, eldrauðir, móðir og másandi og svo náfölir og skjálfandi í endann.
Svo voru keyptar pizzur og bjór og meiri bjór og tekið upp úr kössum og púslað saman húsgögnum. Ég, Þórunn og Laddi yfirgáfum reyndar gleðina frekar snemma til að ná t-bana heim.

Engin ummæli: