sunnudagur, febrúar 09, 2003

Í gær buðu svo Laddi og Þórunn öllum heim til að prufukeyra raclette grillið sitt, allir mættu með kjöt og grænmeti, Laddi var búinn að baka bollur og þau hjónakornin voru svo með kartöflur í kílóavís. Grillið var samt heldur til lítið fyrir 10 manns en þetta reddaðist og allir urðu pakksaddir. Eftir það spiluðum við svo Leonardo og Co. strákar á móti stelpum og unnum við stelpurnar með glæsibrag, bæði þar sem við erum svo gáfaðar og svo er Mia algjör snillingur í teningakasti, reyndar voru náttúruvísindaspurningarnar frekar léttar fyrir okkur dýralæknanemana og hlógum við bara að 3.stigs spurningunum, þetta vita nú allir ahahahaha... reyndar lentu strákarnir oftast á gulu spurningunum (eðlisfræði og stærðfr.) sem var allt í lagi því Laddi er svo klár í því og ef þeir lentu á náttúruvísindaspurningum þá fengu þeir oftar en ekki spurningar um kynþroska kvenna... hver man hver 2. stigs kynþroskaeinkenni kvenna eru?
En semsagt alveg ágætiskvöld.

Engin ummæli: