þriðjudagur, febrúar 25, 2003
Cellan mín er að detta í sundur... 5 og 6. kafli eru farnir að gera flóttatilraunir... nokkrar blaðsíður hanga þó enn á bláþræði. Framleiðendur þessarar bókar gerðu greinilega ekki ráð fyrir því að bókin yrði lesin oftar en einu sinni, en í alvöru talað þá finnst mér þetta vera lélegt, fokdýr kennslubók, hard cover og hún er bara að hrynja í sundur og ég er enginn bókanýðingur, fer mjög vel með bækurnar mínar. Kannski fékk ég bara gallað eintak, það væri nú alveg típískt, en þetta eintak mitt er mér bara ómetanlegt með öllum þeim glósum sem ég er búin að skrifa inní hana, tala nú ekki um alla merkimiðana sem príða blaðsíðurnar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli