ég fór aftur út í skóla áðan og keypti erfðafræðibókina, ekki seinna vænna þar sem prófið er á föstudaginn! en það er samt allt í lagi, mest af þessu erfðafræðidóti sem ég þarf að kunna stendur í cellunni, það er allt í cellunni! og það er bara sól og blíða úti og allur klakinn að bráðna, vonandi að þetta haldi svona áfram
Veit nú ekki hvort ég var búin að minnast á það en það er búið að plana skíðaferð núna um helgina, ég var alltaf alveg til í að fara en svo allt í einu núna er ég bara ekkert spennt... En aftur á móti nenni ég ekki að hanga ein hérna um helgina loksins þegar ég þarf ekki að læra svo ég fer nú örugglega og leigi mér skíði og fótbrýt mig í barnabrekkunni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli