mánudagur, febrúar 24, 2003

tad er komið út nýtt Hippi tidend, en það er skólablaðið. Minn bekkur sá alfarið um útgáfu þessa tölublaðs í þetta skiptið og þar var auðvitað frásögn af mínum glæsilega skíðastökksferli, reyndar stendur að ég hafi verið að fara á skíði í fyrsta skiptið sem er nú ekki alveg satt, ég var að fara á gönguskíði í fyrsta skiptið á ævinni og var líka að gera tilraun til skíðastökks á gönguskíðum í fyrsta skiptið á ævinni. Í blaðinu var einnig viðtal við tvo af kennurunum mínum, hann Press ástralski vefjafræðikennarinn og Aleström sænski lífefnafræðikennarinn. Ég skil Aleström voðalega illa en hann virkar ferlega hress, skrifar á töfluna á föstudögum TGF (thank god its friday) og auðvitað þýðir það svo fyrir okkur um leið og hann skrifar (það skilja nú ekki allir ensku) hann þjálfar víst líka sleðahunda... En svo reyndist hann Press vera jujutsu-meistari, svo það er eins gott að hafa hann góðan... hann var víst að sýna og nokkrir nemendur fréttu af þessu og ákváðu að fara og hvetja kennarann sinn og var hvattningarhrópið "squamous!!" (smá vefjafræði húmor... sem mér finnst fyndinn... hahahaha) Press kallinn varð víst hálf hræður af þessum óvænta stuðningi. En já eins og ég var nú búin að hneykslast á vankunnáttu hans í norsku þá er ég ennþá hneykslaðri núna, hann er víst búinn að búa hér síðan '89! og getur varla komið heilli settningu út úr sér á norsku... ussususussss

Engin ummæli: