sunnudagur, janúar 12, 2003

Var að spjalla við mömmu áðan, hún gaf mér hugmynd um hvernig ég gæti eldað kjúklingabringurnar sem ég átti inní ísskáp og núna sit ég og bíð eftir því að þær verði tilbúnar. En ég verð að segja að ég hef komið sjálfri mér rosalega á óvart með dugnaði í eldamenskunni en ég hef eldað núna upp á næstum því hvern einasta dag síðan ég kom út, ég keypti mér nefnilega voðalega sniðuga matreiðslubók með indverskum grænmetisréttum og það sem ég hef prófað er bara mjög gott og einfallt og allt úr ódýru hráefni! Ég er búin að lofa að bjóða Þórunni og Ladda í indverskt kvöld núna á næstunni en núna í gærkvöldi heimtaði Laddi að fá kjúklingarétt gegn láni á DVD myndum (ég fékk lánaðar myndirnar Clerks, Mallrats og Chasing Amy sem ég var búin að sjá nema þá fyrst nefndu og þar sem ég ætlaði að fá hana lánaða þá sagði Laddi að maður yrði að horfa á hinar líka og ég var alveg sátt) Jáhm ætli maður geti nú ekki eldað einhvern tandoori kjúkling sem hann getur étið meðan ég og Þórunn smjöttum á gómsætum grænmetisréttum.

Engin ummæli: